Fréttir

Bókasafnsdagurinn 17. apríl

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 söfnum víðs vegar um landið þriðjudaginn 17. apríl, 2012. Þetta er í annað sinn sem bókasöfn landsins standa fyrir þessum degi.  Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í landinu og um leið að vera dagur starfsmanna safnanna.

Þema bókasafnsdagsins að þessu sinni er - Lestur er bestur

Dagskrá í Þjóðarbókhlöðu 

Kl. 11:00-11:30  Landsbókasafn Íslands 150 ára. 1968. [myndband].
Saga Landsbókasafns Íslands er rakin og skyggnst um á safninu. 30 mín.

Kl. 12:00-13:00  Upplestur – efni frá Tón- og myndsafni

Kl. 13:15-13:45   Þjóðarbókhlaða. 1990. [myndband].
Rakin er lauslega saga bókasafna á Íslandi, sagt frá byggingu og stofnun Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns. 30 mín.

Kl. 13:00-14:00   Ljóðelskur starfsmaður safnsins gleður augu og eyru safngesta með ljóðalestri ...

Þennan dag geta safngestir tekið þátt í getraun í Þjóðarbókhlöðu. Veitt verða 1. og 2. verðlaun.

➜ Fréttasafn