Fréttir

Viðbætur í Tímaritaskrá A-Ö

Tímaritaskrá safnsins Tímaritaskrá A-Ö er yfirgripsmesta skrá landsmanna um rafræn tímarit.  Nýlega hefur öllum tímaritum í timarit.is verið bætt við skrána. Í henni er nú aðgangur að:

  • öllum tímaritum í landsaðgangi
  • öllum tímaritum í séráskrift HÍ og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
  • öllum tímaritum í timarit.is
  • fjölda tímarita í opnum aðgangi
  • upplýsingum um prentuð tímarit  sem eru nú í áskrift safnsins

Athugið að tengjast skránni í gegnum vef Landsbókasafns til þess að fá aðgang að nýjustu uppfærslu.  Leit að  tímaritum með Google gefur ekki endilega aðgang að þeim á sama hátt og Tímaritaskrá  A-Ö.

➜ Fréttasafn