Sýningar

Forsetaframboð 1952-2004 (lokið)

Forsetaembættið var stofnað árið 1944 með stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands. Alþingi kaus Svein Björnsson forseta á Þingvöllum 17. júní 1944 til eins árs.

Sumarið 1945 átti að fara fram hið fyrsta forsetakjör þjóðarinnar. Sveinn Björnsson var einn í framboði og því sjálfkjörinn. Hann var einnig sjálfkjörinn 1949. Sveinn lést í embætti í janúar 1952.

Sex sinnum hefur verið kosið milli frambjóðenda í embætti forseta Íslands. Á sýningunni er ýmislegt efni frá forsetaframbjóðendum sem Íslandssafn Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns á í fórum sínum. Úrslit kosninganna eru í prósentum eftir nöfnum frambjóðenda og sýna hlutföll  gildra atkvæða.

1952

Ásgeir Ásgeirsson, þingmaður (Alþýðuflokks), 48,3%

Bjarni Jónsson, vígslubiskup, 45,5%

Gísli Sveinsson, fyrrum þingmaður (Sjálfstæðisflokks), 6,2%

1968

Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, 65,6%

Gunnar Thoroddsen, sendiherra, 34,4%

1980

Vigdís Finnbogadóttir, leikhússtjóri, 33,8%

Guðlaugur Þorvaldsson, ríkissáttasemjari, 32,3%

Albert Guðmundsson, þingmaður (Sjálfstæðisflokks), 19,8%

Pétur Thorsteinsson, sendiherra, 14,1%

1988

Vigdís Finnbogadóttir, forseti, 94,6%

Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir, 5,4%

1996

Ólafur Ragnar Grímsson, þingmaður (Alþýðubandalags), 41,4%

Pétur Kr. Hafstein, hæstaréttardómari, 29,5%

Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, 26,4%

Ástþór Magnússon, viðskiptamaður, 2,7%

2004

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, 85,6%

Baldur Ágústsson, atvinnurekandi, 12,5%

Ástþór Magnússon, viðskiptamaður, 1,9%

➜ Eldri sýningar