Fréttir

Pálína nýr borgarbókavörður

Pálína Magnúsdóttir, bæjarbókavörður á Seltjarnarnesi, var ráðin borgarbókavörður í Reykjavík í gær. Pálína er bókasafns- og upplýsingafræðingur og með MA-próf í menningar- og menntastjórnun. Hún hefur gegnt stöðu bæjarbókavarðar á Seltjarnarnesi síðastliðin 21 ár. Hún tekur við af Önnu Torfadóttur sem hefur gegnt stöðu borgarbókavarðar síðastliðin fjórtán ár.

➜ Fréttasafn