Fréttir

Communication and Mass Media Complete

Landsbókasafn, Félagsvísindasvið og Hugvísindasvið HÍ hafa sameinast um áskrift að gagnsafninu Communication and Mass Media Complete frá Ebsco til næstu áramóta. Safnið, sem var í prufuaðgangi nú í vor, er eitt stærsta  á markaðnum á sviði fjölmiðlunar og skyldra greina (t.d. tungumála, málvísinda, kvikmynda). Þar  er vísað í allt efni um 650 tímarita og í valdar greinar úr 200 tímaritum til viðbótar. Samtals er því vísað í efni sem birst hefur í 850 tímaritum og eru 500 þeirra með heildartextum.

Aðgangur er aðeins á tölvum á háskólanetinu. Tengill er undir rafræn gögn á vef safnsins, bæði undir EbscoHost  (neðst í lista) og Communication and Mass Media Complete.

➜ Fréttasafn