Fréttir

Alþjóðadagur þýðenda 30. september

Í tilefni af Alþjóðadegi þýðenda 30. september og Evrópska tungumáladeginum 26. september viljum við vekja athygli  á nokkrum  mikilvægum gagnasöfnum sem finna má á lista um Rafræn gögn á vef safnsins.

  • Communication & Mass Media Complete  (CMMC) vísar í efni um 750 tímarita á sviðum fjölmiðlunar, tungumála, málvísinda, táknmáls- og þýðingafræða, þar af eru  500 tímaritanna með heildartextum. CMMC er aðeins opið notendum á háskólanetinu og er eitt þeirra gagnasafna sem EbscoHost veitir aðgang að.
  • Linguistics and Language Behavior Abstracts (LLBA) vísar í efni um 1200 tímarita á sviðum málvísinda, málfræði og tungumála.  Þar eru oft tenglar við heildartexta greina. Opið á landsvísu.
  • MLA - Modern Languages Association  vísar í efni á sviðum bókmennta, málvísinda og þjóðfræði sem birst hefur í um 5000 tímaritum.  Þar eru stundum tenglar við heildartexta greina.  Opið á háskólanetinu. MLA og  LLBA eru meðal þeirra fjölmörgu gagnasafna sem ProQuest veitir aðgang að.  

Prufuaðgangur fyrir notendur á háskólanetinu er að ritinu Handbook of Translation Studies og stendur hann til nóvemberloka. Þar er að finna ýmsan fróðleik um þýðingar og túlkun. Gagnleg rit fyrir fræðimenn, nemendur og kennara í þýðingarfræðum, þýðendur og áhugafólk um tungumál og málvísindi.

Fleiri gagnasöfn og  vefsíður með áhugaverðu efni má finna á vef safnsins undir Fræðigreinin mín – Tungumál  og Fræðigreinin mín – Málvísindi

 

Síðast en ekki síst skal minnt á leitarvélina leitir.is  sem gerir kleift að leita frá sama stað í helstu íslenskum skrám og gagnasöfnum. Í aðalhluta kerfisins er nú hægt að leita samtímis í Gegni (samskrá íslenskra bókasafna), Bækur.is, Elib, Hirslu, Myndavef Ljósmyndasafns Reykjavíkur, Skemmunni og tímarit.is (að hluta). Undir flipanum Fræðigreinar er leitað að efni sem birst hefur í erlendum tímaritum sem eru í landsaðgangi. Ef notandinn skráir sig inn, Innskráning, er undir flipanum Fræðigreinar einnig leitað í tímaritum sem eru í séráskrift safnsins. Við innskráningu skal nota aðgangsorð sem fylgir bókasafnsskírteini. Það veitir einnig aðgang að „Mínum síðum“ þar sem fá má yfirlit yfir útlán, endurnýja lán, taka frá rit, panta Millisafnalán, árvekniþjónustu o.fl. 

 

 

➜ Fréttasafn