Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Vögguvísa

Handrit Vögguvísu eftir Elías Mar var afhent Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni ásamt öðrum handritum Elíasar og gögnum eftir lát hans 2007. Vögguvísa hefur þá sérstöðu að vera samtímasaga úr Reykjavík eftirstríðsáranna og þar kemur ekki fram togstreita á milli sveitar og borgar líkt og er mjög algengt í skáldskap þess tíma. Annað sem einkennir Vögguvísu er að hún fjallar um rótlausa unglinga og notkun á slanguryrðum er áberandi, en Elías rannsakaði tungutak reykvískra unglinga.

➜ Eldri kjörgripir