Fréttir

AnthroSource hefur fengið nýtt viðmót

AnthroSource, gagnasafn American Anthropology Association, hefur  fengið nýtt útlit og nýtt aðsetur. Þar er hægt að skoða efnisyfirlit, leita heimilda og nálgast heildartexta 30 tímarita í mannfræði og skyldum greinum frá upphafi. Tenglar á vef safnsins hafa verið uppfærðir.

Gagnasafnið er í séráskrift safnsins og Háskóla Íslands og er aðgangur því takmarkaður við tölvur á háskólanetinu og í Þjóðarbókhlöðu.  

Anthropological Index Online er gagnasafn the Royal Anthropological Institute og er öllum opið.  Það vísar í efni  um 750 tímarita og eru sum þeirra aðgengileg í Tímaritaskrá A-Ö á vef safnsins. 

➜ Fréttasafn