Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Hugmynd Eiríks Magnússonar að framtíðarbókasafninu frá 1886

Eiríkur Magnússon (1833-1913) bókavörður í Cambridge kynnti hugmynd sína um framtíðarbókasafn 1886.

Eiríkur sér fyrir sér hringlaga grunnsnið þar sem kjarni bókasafnsins verði nánast sem óbreyttur um ókomin ár. Frá miðjunni eru gangar til allra átta, þannig að alltaf megi rata inn að miðjunni og ekki þarf að fara nema stystu leið eftir göngunum. Síðan er byggt við bókasafnið eftir þörfum þannig að viðbótin minnir einna mest á snigil eða hrútshorn sem stækkar. Er hugsunin að allþykkur burðarveggur sé byggður og liðist eins og spírall út frá miðjunni. Frumleg hugmynd Eiríks féll mjög vel í kramið, en árið 1893 hlaut hann gullverðlaun í París fyrir þessa óvenjulegu hugmynd um bókasafnsbyggingu.

Smellið á myndirnar til að skoða stærri útgáfu.

➜ Eldri kjörgripir