Fréttir

Íslenskur orðasjóður

Íslenskur orðasjóður er orðasafn og textagrunnur sem samanstendur af u.þ.b. 250 milljónum orða og orðmynda úr íslensku nútímamáli. Textarnir í textagrunninum eru úr vefsíðusöfnun Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns haustið 2005. 

Hugbúnaðurinn og notendaumhverfið voru þróuð í verkefninu "Leipzig Corpora Collection" við tölvunarfræðideild Háskólans í Leipzig, sem veitir aðgang aðgang að orðasöfnum á 26 tungumálum. 

Um er að ræða ómetanlegt efni til rannsókna á íslensku máli og nýtist jafnframt vel sem málnotkunarorðabók bæði við skrif og þýðiingar.  

Við höfum m.a. sett tengil  við Íslenska orðasjóðinn á vefsíður safnsins  um gagnasöfn  og orðabækur

➜ Fréttasafn