Fréttir

Gagnasafn um miðaldafræði

Um nokkurra ára skeið hafa Landsbókasafn og Stofnun Árna Magnússonar keypt rafrænan aðgang að  International Medieval Bibliography og alfræðiritinu Lexikon des Mittelalters en þessi rit eru samtengd. Ritaskráin vísar í tímaritsgreinar, bækur og bókakafla í miðaldafræðum þ. á m. íslenskt efni og eru færslurnar tengdar við orðskýringar í alfræðiritinu.  Þannig má með einum smelli hoppa á milli einstakra færslna í ritaskránni og viðeigandi orðskýringa í lexikoninu.

Með öðrum smelli er nú hægt að láta krækjukerfi TDnet fletta upp í tímaritaskrá safnsins Tímaritaskrá A-Ö og  finna út hvort tímaritið sem greinin birtist í er til í safninu í rafrænu eða prentuðu formi.  Ef vísað er í bók eða bókarkafla þarf í sumum tilfellum að fletta bókartitlinum upp í Gegni. TDnet-lógóið birtist í hverri færslu ritaskrárinna.

Aðgangur að þessu frábæra tæki er takmarkaður við tölvur á háskólanetinu og í Þjóðarbókhlöðu og geta þrír notendur flett upp samtímis.
Tenglar við IMB og LM eru  m.a.  í stafrófsröðuðum lista um Gagnasöfn á vef safnsins.

➜ Fréttasafn