Fréttir

Bókasafnið komið á facebook.com

Nú hefur safnið komið sér upp facebook-síðu þar sem verður hægt að fylgjast með öllu því sem um er að vera í Þjóðarbókhlöðunni. Þarna er meðal annars að finna myndir frá þeim fjölmörgu sýningum og uppákomum sem eiga sér stað í safninu.

Við hvetjum alla vini og velunnara safnsins á þessum vinsæla samskiptavef til að tengjast okkur.

Um leið minnum við á að tón- og myndsafn Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns er með síðu á samskiptavefnum MySpace þar sem er meðal annars hægt að hlýða á tóndæmi og skoða gömul og ný plötuumslög.

➜ Fréttasafn