Fréttir

Krækjukerfi í MatSciNet

Krækjukerfi Tdnet hefur nú verið sett upp í tilvísanasafninu MatSciNet. Lógó kerfisins   birtist  lengst til hægri við hverja færslu í niðurstöðulista gagnasafnsins.  Með því að smella á það  er flett upp í tímaritaskrá safnsins Tímaritaskrá A-Ö og þá sést hvort tímaritið sem viðkomandi grein birtist í er aðgengilegt í rafrænu eða prentuðu formi.  Ef safnið hefur rafrænan aðgang að ritinu er hægt, með ð 2-3 smellum að opna heildartexta greinar.  Ef vísað er í bók eða bókarkafla þarf yfirleitt að að fletta bókartitlinum upp í Gegni

MatSciNet er í séráskrift sem er takmörkuð við tölvur á háskólanetinu.  Nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands sem hafa  VPN (Virtual Private Network), sem RHÍ annast þjónustu á, í tölvum sínum geta tengst þessum séráskriftum safnsins utan háskólanetsins og erlendis frá.

Krækjukerfi TDnet hefur verið sett upp á háskólanetinu í gagnasöfnum ComAbstracts, EbscoHostProQuest 5000 og   International Medieval Bibliography Online

➜ Fréttasafn