Fréttir

Samstarfssamningur um efni tengt Steini Steinarr

Fimmtudaginn 12. desember var undirritaður samstarfssamningur um efni tengt Steini Steinarr á milli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Steinshús ses – seturs um Stein Steinarr. Í samningnum felst að efld verður almenn kynning á Steini Steinarr, ævi hans og verkum. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tekur að sér að varðveita gögn sem tengjast Steini og skrá þau og leggur fram sérfræðiráðgjöf við uppbyggingu á starfsemi Steinshúss eftir því sem tök eru á hverju sinni og Steinshús afhendir Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni frumgögn sem koma til setursins vegna sýninga. Þórarinn Magnússon undirritaði samninginn fyrir hönd Steinshúss ses og Ingibjörg Sverrisdóttir fyrir hönd Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Undirritun samstarfssamnings um Stein Steinarr

➜ Fréttasafn