Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

CRYMOGAEA SIVE RERUM ISLANDICARVM

Crymogaea telst fyrsta sagnfræðilega frásögnin af Íslandi frá Íslendingabók Ara fróða (1122-1133) og fyrsta bókin sem gaf heildarsýn yfir sögu landsins til þess tíma. Í þessari bók lýsir höfundurinn, Arngrímur Jónsson, pólitískri og menningarlegri sögu Íslands, auk þess að greina frá nýlegum atburðum og lýsa lífi íbúa landsins, trú og tungu. Crymogaea Arngríms er húmanískt verk. Það er skrifað á latínu, sem gaf erlendum fræðimönnum í fyrsta skipti tækifæri til þess að læra meira um sögu Íslands. Crymogaea var gefin út í Hamborg 1609, 1610 og 1614 og eru því um 400 ár frá útgáfu bókarinnar.

Útgáfan Crymogea er nefnd eftir bókinni: http://www.crymogea.is/

Hér má skoða útgáfuna 1609 á Bækur.is.

Hér má skoða útgáfuna 1610 á Bækur.is.

Hér má skoða útgáfuna 1614 á Bækur.is.

➜ Eldri kjörgripir