Sýningar

Japönsk bókmenntaverk

Japönsk hjón, Eiko og Goro Murase, sem eru kennarar á eftirlaunum, komu til Íslands í maí 2003 til að upplifa sólmyrkva, en þau hafa ferðast víða um lönd í þeim tilgangi. Þau hrifust mjög af fegurð landsins og viðmóti fólksins. Eftir heimkomuna ákváðu þau að gefa japönskuskor í hugvísindadeild Háskóla Íslands japanskar bækur, bæði klassísk og nútíma bókmenntaverk. Þetta eru vandaðar og fallegar endurgerðir, frá upphafi 8. aldar og allt til 20. aldar, sem varðveittar eru hér í safninu. Markmið gjafarinnar er að efla áhuga ungra íslenskra námsmanna á japanskri tungu og menningu. Einnig óska þau þess að vináttusamband Íslands og Japans haldi áfram að þróast.

Bókmenntir hafa í hugum Japana ávallt falið í sér meira en yfirborðsmerkingu orðanna. Á tímabili Hei-ættarinnar, frá níundu öld og fram undir lok þeirrar tólftu, var litið svo á innan hirðarinnar að ritháttur einstaklings - það hvernig hann formaði stafina á síðunni - opnaði glugga inn í sál hans. Ástarbréf (eða bréf tilvonandi elskenda) voru gaumgæfð með tilliti til ofur-efnislegrar merkingar - rithandarinnar, þykktar bleksins, notkunar á rými, tegund pappírsins - allt talaði sínu máli. Skrifin voru í senn sjónræn og munnleg. Lestur var einnig í nánu samhengi við skrif, þar sem engin prentun merkti að jafnvel mikil verk eins og hina frægu Sögu Genji varð að afrita með handskrift.

Á tímabili Edo-ættarinnar (á 17.-19. öld), varð prentun útbreidd, en löngun lesenda til að "lesa" í merkingu rithandarinnar varð til þess að jafnvel í prentuðu máli var áfram notast við sveigðan rithátt. Á þessu tímabili höfðu mörg bókmenntaverk að geyma myndskreytingar, stundum eftir höfundana sjálfa, en oftar eftir atvinnulistamenn. Þetta flókna samspil á milli texta og myndskreytinga innleiddi marga nýja möguleika til lestrar og opnaði textana fyrir lesendum með mismunandi menntun. Hin kunna aðdáun Japana á myndasögum (manga) er ef til vill aðeins áframhald þessara fyrirrennara lestrarhátta nútímans.

Reynsla okkar í dag af lestri á prentuðum texta sígildra japönskra bókmennta er gerólík því hvernig þessir textar voru lesnir upphaflega og hvernig þeirra var notið er þeir voru samdir. Útgefendur í Japan hafa útbúið lúxusútgáfur frægra verka sem af trúfestu endurgera upphaflega skrautritun og myndskreytingar. Þessi sýning veitir innsýn í sjónrænan auð japanskrar bókmenntaarfleifðar með endurgerð nokkurra af hennar þekktustu meistaraverkum

 

➜ Eldri sýningar