Sýningar

Jón Steffensen

15. febrúar 2005 var liðin öld frá fæðingu Jóns Steffensen prófessors við læknadeild Háskóla Íslands.

Sýning til heiðurs Jóni Steffensen og konu hans Kristínar Björnsdóttur var opnuð í Landsbókasafni 18. febrúar og er henni ætlað að sýna í máli og myndum frá starfi, einkalífi og áhugamálum þeirra. Auk bóka og handrita prýða margir skemmtilegir munir og myndir sýninguna. Þjóðminjasafn Íslands lánar gripi sem tengjast mannfræðirannsóknum Jóns, en hann sá um rannsóknir á mannabeinum fyrir Þjóðminjasafnið og liggja eftir hann merk ritverk á því sviði.

➜ Eldri sýningar