Sýningar

Sigfús Daðason skáld

Sýning í Þjóðarbókhlöðunni

17. maí – 15. júlíÞann 20. maí 2008 hefði Sigfús Daðason skáld orðið áttræður hefði honum enst aldur. Af því tilefni var haldin Sigfúsarhátíð í Þjóðarbókhlöðunni 17. maí þar sem ekkja Sigfúsar, Guðný Ýr Jónsdóttir, afhenti landsbókaverði handrit og skjöl úr eigu hans og jafnframt var opnuð sýning á handritum, bókum og munum sem hann átti. Sýningin stendur til 15. júlí n.k. Hægt er að skoða bækling sýningarinnar með því að smella hér.

Myndir frá opnuninni:


Steinunn Sigurðardóttir stýrði hátíðinni.


Guðný Ýr Jónsdóttir, ekkja Sigfúsar, afhenti Ingibjörgu Sverrisdóttur landsbókaverði handrit og skjöl Sigfúsar.


Guðný Ýr sagði frá lífi og starfi Sigfúsar í máli og myndum.


Sigurður Pálsson minntist Sigfúsar og sagði frá ferð þeirra og fleiri skálda til Frakklands.


Einar Már Guðmundsson talaði um kynni sín af Sigfúsi.


Bergljót S. Kristjánsdóttir fjallaði um nokkur ljóð skáldsins.


Á hátíðinni var frumflutt tónverkið „Donec vesper 2“ eftir Atla Ingólfsson sem fylgdi flutningnum úr hlaði.Verkið er tileinkað minningu Sigfúsar með tilvitnun í ljóð hans: „Um þetta er reyndar ekkert skrifað á vegginn.“ (S.D.)


Slagverkshópurinn Benda flutti tónverkið ásamt Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara.


Sigfús Daðason átti sjálfur síðasta orðið á hátíðinni en hann flutti ljóðið Nýtt líf af mynddiski.


Að hátíðardagskrá lokinni var opnuð sýning á handritum, bréfum og bókum úr fórum Sigfúsar. Undirbúning og uppsetningu sýningarinnar önnuðust Guðný Ýr Jónsdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson ásamt starfsfólki Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

➜ Eldri sýningar