Sýningar

Í spegli Íslands

Skrif erlendra manna um Ísland og íslendinga fyrr á öldum. Lítil sýning í forsal þjóðdeildar.

Í ritum fornaldar og á fyrri hluta miðalda voru margvíslegar frásagnir af Thule, hinni fjarlægu eyju við ysta haf, þar sem sumardagur var lengri en annars staðar og vetrardagur að sama skapi skammur. Fyrstu eiginlegu frásagnir frá Íslandi eru frá 11. og 12. öld og teljast Adam frá Brimum í Þýskalandi og danski fræðimaðurinn Saxi hinn málspaki til helstu frumkvöðla um þau efni. Fleiri lýsingar komu brátt til sögu, bæði frá norrænum löndum og Mið- og Suður-Evrópu.

Sýningunni er ætlað að vekja athygli á því hvernig erlendir menn lýstu Íslandi og Íslendinum fyrr á öldum. Hún er byggð á Íslandslýsingum, ferðabókum og kortum.

Sýningin tengist Norræna skjaladeginum 2006, en efni hans í ár er “Á ferð – samgöngur og ferðalög fyrr á öldum". Sjá nánar: www.skjaladagur.is.

➜ Eldri sýningar