Sýningar

Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson

Matthías Jochumsson var lykilmaður í "þjóðbyggingu" 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein en skáldpresturinn skildi eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar.

Matthías Jochumsson var tilfinningaheitur eldhugi, framsýnn, réttsýnn, dáður og elskaður – stundum jafnvel hataður og fyrirlitinn – en hafði ætíð djúp áhrif á alla sem til hans þekktu. Hann var prestur, ritstjóri og þjóðskáld og með skoðunum sínum, þýðingum og skáldskap setti hann sterkan svip á íslenska menningu sinnar aldar, svo opinskár og einlægur sem hann var í list sinni og lífsviðhorfum.

Sýningin er á 2. hæð safnsins – fyrir framan millisafnalán og stendur til 1. apríl.

➜ Eldri sýningar