Sýningar

Spari bækur – Sigurborg Stefánsdóttir

Bókverk eru myndverk í formi bókar. Í bókverki eru eiginleikar bókarinnar, svo sem umfang, band, síður, og svo framvegis notaðir í myndlistarlegum tilgangi.
Bókverkin eru einstök verk eða framleiddar í takmörkuðu upplagi. Bókin sjálf er verkið í heild sinni. Ýmsar aðferðir eru notaðar við að búa til bækurnar til dæmis málun, teikning, klippitækni, ljósmyndun og þrykkaðferðir ýmiskonar. Þær innihalda sumar bæði texta og myndir, aðrar annaðhvort eða hvorugt.

Sigurborg vinnur á eigin vegum sem grafískur hönnuður, aðallega við myndskreytingar (illustrationer). Hún hefur fengist töluvert við bókakápugerð, en jafnframt starfar hún sem málari. Sigurborg hefur lokið námi m.a. frá Kunstakademiets Arkitektskole í Danmörku, nám hjá Hans Chr. Höier listmálara í Kaupmannahöfn, Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn og Haystack Mountain School of Crafts í Maine, USA. Sjá nánar á www.umm.is.

Verkin á sýningunni eru um það bil 30 talsins og hún stendur frá 25. janúar til 28. febrúar.

➜ Eldri sýningar