Sýningar

Garðurinn – Frönsk fræðirit / Le Jardin – Livres français de recherche

Bóklistaverkið GARÐURINN

Sýning 29. mars – 19. maí 2007

Matarasso
Bókaútgáfan og galleríið Matarasso í Nice gaf út í desember 2006 bóklistaverkið GARÐURINN – JARDIN með listaverkum eftir franska myndlistarmanninn Bernard Alligand og ljóðum eftir Sigurð Pálsson á frummálinu ásamt frönskum þýðingunum Régis Boyer. Bókin er unnin hjá Imprimerie Nationale í París samkvæmt langri hefð bókverka með ljóðum og listaverkum, textinn settur með blýi o.s.frv. Að venju er upplagið takmarkað, af þessari bók sjötíu eintök og engin tvö eins. Í raun er um að ræða myndlistarsyrpu með ljóðum.

Sterk hefð og markaður er í Frakklandi fyrir slík bókverk og er Matarasso með þekktari bóksölum og útgefendum á þessu sviði. Laure Matarasso stjórnar fyrirtækinu og er hún af þriðju kynslóð bók- og listaverkasala en afi hennar stofnaði fyrirtækið. Faðir hennar, Jacques Matarasso, var bakhjarl fjölmargra franskra skálda og myndlistarmanna allt frá fjórða áratugnum þegar hann varð einn sá fyrsti að selja verk liðsmanna súrrealistahreyfingarinnar, þá tæplega tvítugur.

Samkvæmt hefð árita skáldið og myndlistarmaðurinn öll verkin og var fyrsta áritun Sigurðar Pálssonar og Bernard Alligand í lok málþings um íslenska tungu og þjóðarvitund sem sendiráð Íslands í París stóð fyrir 2. desember síðastliðinn og haldið var í hátíðasal Franska landafræðifélagsins. Þar töluðu Vigdís Finnbogadóttir, Pétur Gunnarsson, Sigurður Pálsson og einn þekktasti málvísindamaður Frakka, Claude Hagège.

Önnur áritun var síðan á kynningu á verkinu í höfuðstöðvum Matarasso í Nice þann 8. desember og sú þriðja og síðasta verður við opnun sýningar Alligand hér í safninu 29. mars.
Sýningin er liður í frönsku menningarkynningunni Pourquoi pas ? – Franskt vor.


Bernard Alligand
Bernard Alligand er fæddur árið 1953 í borginni Angers í Maine-et-Loire-sýslu í Frakklandi. Hann stundaði nám við listaháskólann í Angers á árunum 1977-1980 og hélt sína fyrstu sýningu 1980 í Galerie Guémard í Angers.
Hann hefur haldið fjölda sýninga í Frakklandi og í öðrum löndum m.a. í Bandaríkunum, Sviss, Þýskalandi og Svíþjóð. Á námsárum sínum hlaut hann verðlaunin Prix de la jeune peinture og Prix du salon "jeune peinture" d'Angers.

Bernard Alligand hefur nokkrum sinnum ferðast um Ísland og hrifist af mjög af landinu. Hann hefur safnað sýnishornum af alls kyns jarðefni, hrauni, grjóti og sandi og notað í myndverkum sínum. Slíkum sýnishornum hefur hann einnig safnað í fleiri löndum og notað í myndsyrpum sínum. Þannig verða oft til í myndlist hans nýjar og óvæntar tengingar, ný saga sem er nátengd endurminningum frá ferðum hans um heiminn.
Kynni Bernard Alligand af ljóðum Sigurðar Pálssonar leiddu til samspils milli textanna og íslenska jarðefnisins í myndverkunum. Efni sem kom úr iðrum Íslands hreiðraði um sig milli orðanna í skáldskap Sigurðar Pálssonar.

Margt hefur í gegnum tíðina tengt Íslendinga og Frakka, allt frá Jules Verne til sjómanna við Íslandsstrendur. Minningar um þessi jákvæðu samskipti í menningarsögunni lifa enn góðu lífi.
Þessi bók býður upp á leiðir til samfunda tveggja tungumála, lita, forma og efnis frá báðum löndum.


Sigurður Pálsson
Sigurður Pálsson er fæddur 30. júlí 1948 á Skinnastað. Stúdent frá M.R. 1967. Frönskunám í Toulouse og París 1967–1968. Nám í leikhúsfræðum og bókmenntum í Sorbonne 1968–1973. D.U.E.L.-gráða og fyrri hluti maîtrise-gráðu í leikhúsfræðum. Aftur við sömu stofnun 1978–1982. Maîtrise-gráða og D.E.A. (fyrri hluti doktorsgráðu). Jafnframt þessu nám í kvikmyndaleikstjórn við Conservatoire Libre du Cinéma Français og lokapróf þaðan.

Ritstörf og þýðingar hafa verið aðalverksvið Sigurðar um langa hríð þó hann hafi unnið á mörgum öðrum sviðum, svo sem við sjónvarp og kvikmyndir.

Sigurður kenndi við Leiklistarskóla Íslands frá stofnun 1975–1978. Hann hefur einnig unnið meðal annars sem fréttaritari, leiðsögumaður og háskólakennari. Sigurður var forseti Alliance Française 1976–1978, formaður Rithöfundasambands Íslands 1984–1988 og Borgarlistamaður Reykjavíkurborgar á tímabilinu 1987-1990. Hann var einn af Listaskáldunum vondu 1976.

Þrettán ljóðabækur hafa komið út eftir Sigurð, sú fyrsta kom út 1975, Ljóð vega salt. Ljóðabókin Ljóð námu völd var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1993, Ljóðlínuskip var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1995 og Ljóðtímaleit árið 2001. Hann hefur skrifað þrjár skáldsögur, Parísarhjól (1998), Bláa þríhyrninginn (2000) og Næturstað (2002). Ljóð hans hafa verið þýdd á fjölmörg tungumál. Árið 1994 kom út tvítyngd útgáfa ljóða hans hjá Editions de la Différence í París í þýðingu Régis Boyer og 2005 kom út sérstakt úrval ljóða hans á búlgörsku og annað á ítölsku.
Árið 1990 sæmdi menningarmálaráðherra Frakklands Sigurð Riddaraorðu bókmennta og lista.


Frönsk fræðirit
Meðal annarra rita sem verða á sýningunni Frönsk fræðirit er alfræðiritið Encyclopédie ou dictionnaire raisonné des sciences, des arts et des métiers / par une société de gens de lettres. Alfræðiritið var prentað í Bern og Lausanne 1778–1781. Útgefandi var Lebreton, prentari Lúðvíks XVI Frakklandskonungs. Ritstjóri verksins var Denis Diderot. Alfræðiritið, sem er í 36 bindum, keypti Landsbókasafn af Geir Jónssyni fornbókasala í maí 1956.

Diderot var einhver mælskasti maður síns tíma. Hann var samtímamaður Rousseau og fleiri þekktra spekinga, sem flestir urðu frægari en hann. Af miklum eldmóði réðist Diderot í að koma alfræðiritinu af stað. Hann samdi við útgefandann Lebreton að gefa sér fullt frelsi og ótakmarkaðan tíma. Síðan gerði hann bráðabirgðalista yfir samverkamenn sína, tók stóra pappírsörk og byrjaði: „A: fyrsti bókstafurinn í stafrófinu o. s. frv.“ Tuttugu árum seinna komst hann að Z og verkinu var lokið.

Í alfræðibókinni var í raun og veru það sem Diderot hafði vonast eftir – hún varð til þess að sameina alla þá sem fundu fyrir nýjum tíðaranda og vissu að heimurinn þarfnaðist stefnubreytingar.

_ _ _ _ _


Matarasso
L’éditeur et la galerie Matarasso à Nice a publié en décembre 2006 le livre rare LE JARDIN (traduction islandais : GARÐURINN) où l’on peut admirer des œuvres d’art de l’artiste français Bernard Alligand et des poèmes de Sigurður Pálsson en islandais avec des traductions en français réalisées par Régis Boyer. Le livre a été imprimé par l’Imprimerie Nationale à Paris selon une longue tradition d’édition des livres de poèmes et de peintures, avec des caractères en plomb etc.. Le nombre d’exemplaires est limité : ce livre a été publié en 70 exemplaires, tous uniques. En effet, il s’agit d’une série de peintures accompagnant des poèmes.

En France, il existe une tradition forte et un marché pour ce type d’œuvres littéraires et Matarasso est l’un des éditeurs les plus reconnus dans ce domaine. Laure Matarasso dirige cette maison d’édition, elle en est la troisième génération de vendeurs d’œuvres d’art et littéraires. C’est son grand-père qui a fondé cette entreprise familiale. Son père, Jacques Matarasso, a soutenu de nombreux écrivains et peintres français à partir des années 30 quand il était, à 20 ans à peine, un des premiers libraires à vendre des œuvres surréalistes.

Selon la tradition, l’écrivain et l’artiste signent chacune des œuvres et la première signature a été faite par Sigurður Pálsson et Bernard Alligand à la fin d’une conférence sur la langue islandaise et la notion de nation qui a été tenue par l’ambassade d’Islande à Paris le 2 décembre 2006 dans la salle de l’association française de la géographie. Vigdís Finnbogadóttir, Pétur Gunnarsson, Sigurður Pálsson et Claude Hagège sont intervenus pendant cette conférence.

Une deuxième signature a été faite durant une présentation de l’œuvre chez Matarasso à Nice le 8 décembre et la troisième, et la dernière, aura lieu à l’ouverture de l’exposition de Bernard Alligand ici au musée le 29 mars.
L’exposition fait partie du festival français Pourquoi pas ? – Un printemps français en Islande.

Bernard Alligand
Bernard Alligand est né en 1953 à Angers dans la région du Maine-et-Loire en France. Il a fait ses études à l’Ecole des Beaux-Arts d’Angers dans les années 1977-1980 et il a fait sa première exposition en 1980 à la Galerie Guémard à Angers.
Il a tenu plusieurs expositions en France et dans d’autres pays, par exemple aux Etats-Unis, en Suisse, en Allemagne et en Suède. Durant ses années d’études il a reçu le Prix de la jeune peinture et le Prix du salon "jeune peinture" d'Angers.

Bernard Alligand est venu plusieurs fois en Islande et il est très attiré par le pays. Il a collecté différents types de terre : lave, cailloux et sable qu’il a utilisés dans ses œuvres. Il a également récolté des éléments dans d’autres pays qu’il a utilisés dans ses séries de peinture. De cette manière, il arrive souvent à créer des liens nouveaux et inattendus, une nouvelle histoire étroitement liée aux mémoires des voyages à travers le monde.
Quand Bernard Alligand a pris connaissance des poèmes de Sigurður Pálsson, il y a trouvé une interaction entre les textes et la terre islandaise. Les substances originaires de l’intérieur de l’Islande se sont idéalement installées entre les mots de la poésie de Sigurður Pálsson.

Les Islandais et les Français sont liés depuis des années, de Jules Verne aux pêcheurs islandais. Les souvenirs de ces interactions positives vivent encore.
Ce livre nous offre des moyens pour que deux langues différentes, des couleurs, des formes et des substances de deux pays puissent se rencontrer.


Sigurður Pálsson
Sigurður Pálsson est né le 30 juillet 1948 à Skinnastaður. Il obtient son baccalauréat du Lycée de Reykjavík en 1967 et il étudie le français à Toulouse et à Paris 1967–1968. De 1968 à 1973 il étudie le théâtre et la littérature et obtient un D.U.E.L. et la première partie de maîtrise de théâtre. Entre 1978 et 1982 il fait une Maîtrise et un D.E.A. En parallèle il suit des cours de réalisation de films au Conservatoire Libre du Cinéma Français où il a terminé l’épreuve finale.

Depuis longtemps, Sigurður travaille comme écrivain et traducteur, mais il a également travaillé dans des branches différentes comme la télévision et les films.

Sigurður était professeur à l’Ecole théâtrale de l’Islande de 1975 à 1978. Il a également travaillé comme journaliste, guide touristique et professeur d’université. Sigurður était le président de l’Alliance Française de 1976 à 1978, le président de l’association des écrivains en Islande de 1984 à 1988 et un artiste de la ville de Reykjavík 1987-1990. En 1976 il faisait partie des « mauvais écrivains ».

Treize recueils de poèmes de Sigurður ont été publiés, le premier est sorti en 1975, Ljóð vega salt. Le recueil Ljóð námu völd a été nominé au Prix de la littérature des pays nordiques en 1993, Ljóðlínuskip a été nominé au Prix de la littérature islandaise en 1995 et Ljóðtímaleit en 2001. Il a écrit trois romans, Parísarhjól (1998), Blái þríhyrningurinn (2000) et Næturstaður (2002). Ses poèmes ont été traduits en plusieurs langues. Une édition bilingue de ses poèmes a été publiée chez les Editions de la Différence à Paris en 1994, traduite par Régis Boyer, et en 2005 une sélection de ses poèmes est sortie en bulgare et une autre en italien.
En 1990, Sigurður a été fait chevalier des Arts et des Lettres par le ministre de la culture français.

Livres français de recherche
Autour des livres de l’exposition « Livres de recherche français » sera présentée l’Encyclopédie ou dictionnaire raisonné des sciences, des arts et des métiers / par une société de gens de lettres. Cette encyclopédie a été imprimée à Bern et à Lausanne 1778-1781. L’éditeur était Lebreton qui était l’imprimeur de Louis XVI. Denis Diderot a dirigé la rédaction de cette œuvre.

Diderot était des meilleurs orateurs de son époque. Il a vécu à la même époque que Rousseau et d’autres philosophes connus. D’une volonté incroyable, Diderot a entrepris le travail sur l’encyclopédie. Il a fait un contrat avec l’éditeur Lebreton qui lui permettait d’être libre de faire ce qu’il voulait et d’y passer le temps qu’il jugeait nécessaire. Ensuite il a écrit une liste de ses collaborateurs et pris du papier et commencé par la lettre « A : la première lettre de l’alphabet, etc. » Vingt ans plus tard il est arrivé au Z et l’œuvre était terminée.

L’encyclopédie était tout ce qu’a voulu et espéré Diderot – elle a réuni tous ceux qui sentaient que c’était le début d’un nouvelle époque, que le monde était en train de changer et de se reformer.

➜ Eldri sýningar