Sýningar

Ljósmyndasýning um Þórð Halldórsson frá Dagverðará

Um er að ræða nærri 50 ljósmyndir, m.a. myndir sem voru á heimsalmanaki KODAK 1973.

Myndir þessar voru í sumar til sýnis í vitanum á Malarrifi á Snæfellsnesi og vöktu mikla athygli, enda vitinn mjög sérstakur sýningarstaður. Nú njóta landsmenn þessa umhverfis í kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur – Veðramót. Upphaflega var ljósmyndasýningin sett upp sumarið 2005, en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Þórðar og það sama ár voru stofnuð sérstök hollvinasamtök, kennd við Þórð.

Þórður var um margt einstakur maður – raunar margir menn. Þekktastur var hann sem refaskytta og málari, en hann var líka skáld gott og einstakur frásagnarmaður. Ölkelduvatnið var hans uppáhaldsdrykkur og hann hafði þá trú að fyrr eða síðar myndu rísa heilsulindir á Snæfellsnesi og nýta sér ölkeldurvatnið.

➜ Eldri sýningar