Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Ferðabók Eggerts og Bjarna

Árið 1752 fengu þeir Eggert Ólafsson (1726-1768) og Bjarni Pálsson (1719-1779) sérstakan styrk frá danska ríkinu til að ferðast um Ísland í fimm ár og rannsaka náttúru þess, skrásetja aðstæður íbúanna ásamt því að koma með tillögur um hvað hægt væri að gera til að bæta ástandið. Niðurstöðurnar voru gefnar út á dönsku 1772, þýsku 1774, frönsku 1802 og ensku 1805, en voru fyrst gefnar út á íslensku 1943. Verkið var fyrsta áreiðanlega og ítarlega lýsingin á Íslandi og Íslendingum. Bókin er á sýningunni Prentsmiðjueintök sem stendur til 6. september í safninu.

Hér má lesa fyrstu útgáfu bókarinnar á dönsku:

http://baekur.is/is/bok/000099709/Vice-Lavmand_Eggert_Olafsens

➜ Eldri kjörgripir