Fréttir

Snaran kynnt í Þjóðarbókhlöðunni

Vefbókasafn með uppflettiritum, Snara, var kynnt á blaðamannafundi með menntamálaráðherra í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Snara, sem hefur verið í þróun frá árinu 2003, inniheldur nú 72 uppflettirit og öfluga leitarvél þar sem hægt er að fletta upp í öllum ritunum í einu eða hverju fyrir sig. Flest ritin eru orðabækur en þar að auki er að finna fjórtán skáldverk Halldórs Laxness, Samtíðarmenn 2003 og Matarást, svo eitthvað sé nefnt.

Verkefnið hefur mælst einkar vel fyrir hjá t.d. skólum og þýðendum enda er hér ómetanlegt vefúrræði á ferðinni.

Vikuna 2. - 9. mars verður safnið opið almenningi án endurgjalds í kynningarskyni, en þess utan kostar áskrift að Snöru 485 kr. á mánuði.

➜ Fréttasafn