Fréttir

Lögmaður Færeyja í heimsókn

Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, heimsótti Þjóðarbókhlöðuna í dag. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og starfsfólk safnsins leiddu hann í allan sannleika um hlutverk og starfsemi Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns og fóru yfir samstarf safnsins við Føroya landsbókasavn, t.d. í tengslum við vefinn Tímarit.is. Lögmaðurinn var hér á landi vegna funda með íslenskum stjórnmálamönnum en óskaði sérstaklega eftir því að fá að skoða Háskóla Íslands og Þjóðarbókhlöðuna áður en hann héldi heim á ný.

➜ Fréttasafn