Fréttir

OAIster samskrá um rafræn gögn í opnum aðgangi

OAIster – find the pearls – er samskrá um rafræn gögn í opnum aðgangi.  Hún veitir aðgang að um 20 milljónum rafrænna gagna frá um 1100 aðilum og eru flest þeirra öllum opin. Hægt er að leita eftir titlum höfundum, efni, tungumálum, takmarka við tegund efnis (texta, myndir, audio, video o.fl.) og raða niðurstöðum í stafrófsröð  eftir höfundum, titlum og eftir útgáfuári o.fl. 

Ef leitað er að efni á íslensku finnast t.d. 906 færslur, rúmlega helmingur þeirra er í Hirslu Landspítala Íslands.  Rúmlega 8 þúsund færslur finnast um Ísland eða íslensk málefni. Umsjón með skránni hefur University of Michigan.

>OAIster er í stafrófsröðuðum lista safnsins um rafæn gagnasöfn.

➜ Fréttasafn