Fréttir

Velkomin á opnun sýningar í Þjóðarbókhlöðunni þriðjudaginn 27. október klukkan 17.

Velkomin á opnun sýningar í Þjóðarbókhlöðunni þriðjudaginn 27. október klukkan 17 í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að Halldór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels.

Dagskrá:

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður býður gesti velkomna

Ávarp Halldórs Laxness. Þór Tulinius leikari flytur fyrri hluta

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp

Hundur í óskilum flytur brot úr dagskránni Skáld í skólum

sem Rithöfundasamband Íslands stendur fyrir

Ávarp Halldórs Laxness. Þór Tulinius leikari flytur seinni hluta

Kynnir er Fríða Björk Ingvarsdóttir formaður stjórnar Gljúfrasteins

Gildir fyrir tvo. Léttar veitingar.

➜ Fréttasafn