Fréttir

Ástarbréf óskast!

Söfnun og sýning á ástarbréfum Íslendinga

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn efnir til söfnunar á ástarbréfum Íslendinga, í samvinnu við Sunnu Dís Másdóttur, meistaranema í Hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Óskað er eftir bæði gömlum og nýjum ástarbréfum, hvort sem þau eru frumrit, ljósrit eða útprent af tölvupóstum. Handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns mun skrá bréfin og varðveita fyrir komandi kynslóðir. Handritadeild hefur safnað handritum frá landsmönnum allt frá árinu 1846 og þar á meðal eru dagbækur, sendibréf, ferðalýsingar og fleira, sem eru grundvallarheimildir um mannlíf, menningu og hugarfar liðinna tíma. Hægt er að takmarka aðgengi að bréfunum sé þess óskað, og eins þurfa ekki að koma fram upplýsingar um bréfritara og viðtakenda. Fyrir þá sem vilja, má senda inn ástarbréf með eftirfarandi upplýsingum:

  • Hver afhendir þau til handritadeildar
  • Tengsl við bréfið (t.d. skyldleiki við bréfritara)
  • Nöfn bréfritara og viðtakanda
  • Upplýsingar um ritunartíma og stað.
Eins má afhenda ljósrit eða mynd af bréfi ef fólk vill eiga frumritið sjálft.

Bréf sendist til Landsbókasafns Íslands, merkt
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn
Handritadeild
Arngrímsgötu 3
107 Reykjavík

Rafræn ástarskilaboð, svo sem tölvupósta, Facebook-skilaboð, sms-skeyti eða í öðru formi, má senda á netfangið astarbrefoskast@gmail.com.

Í maí verður sett upp sýning á völdum ástarbréfum og rafrænum skeytum, í fullu samráði við sendendur. Þáttaka í sýningunni er því ekki á nokkurn hátt skilyrði fyrir þáttöku í söfnuninni. Upplýsingar um sýninguna veitir Sunna Dís Másdóttir.

Söfnunin er með facebook-síðu sem við hvetjum alla til að skoða.

Frekari upplýsingar veita:
Sunna Dís Másdóttir – astarbrefoskast@gmail.com - s. 699 3936
Bragi Þorgrímur Ólafsson, sagnfræðingur, handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns – bragio@bok.hi.is - s. 525 5676.

➜ Fréttasafn