Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Guðbrandsbiblía

Guðbrandsbiblía er fyrsta íslenska þýðingin á biblíunni. Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum lauk við þýðinguna árið 1584 og notaði hann eldri þýðingar við verkið að svo miklu leyti sem til voru. Sagt er að sjö manns hafi unnið við prentun bókarinnar og það hafi tekið þá tvö ár að prenta 500 eintök. Bókin var dýr og kostaði 2-3 kýrverð, allt eftir því hve ríkur kaupandinn var. Til að fjármagna prentunina átti hver kirkja að gefa 1 ríkisdal, auk þess sem konungurinn gaf umtalsverða fjármuni til verksins. Útgáfa Guðbrandsbiblíu átti ríkan þátt í varðveislu íslenskrar tungu og menningar.

Eintak af Guðbrandsbiblíu í eigu Landsbókasafns er nú á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Annað eintak er á sýningu í safninu í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags.

Hér má lesa útgáfuna frá 1584:

http://baekur.is/bok/000036975/1/5/Biblia_thad_er_oll_heilog_Bindi_1_Bls_5

➜ Eldri kjörgripir