Sýningar

Elín Hansdóttir - BOOKSPACE: verk í vinnslu frá 2006 / 2 x 1000 bækur


Lífið er æði! Í þessar bækur geta gestir safnsins og þeir sem fá bækurnar að láni heim til sín tjáð tilfinningar sínar, skoðanir eða hugsanir um eitt og annað með þeim aðferðum sem hver og einn kýs. Skrifa, lita, sauma, líma – dettur einhverjum eitthvað annað í hug?

Elín Hansdóttir myndlistarmaður sýnir nú verk sitt BOOKSPACE í Landsbókasafni – Háskólabókasafni en Elín hlaut nýlega menningarverðlaun DV fyrir myndlist. Verkið er staðsett á 4. hæð í Þjóðarbókhlöðunni

Verkið samanstendur af 1000 bókum með auðum síðum. Gestir safnsins geta fengið bækurnar lánaðar heim og í þær má skrifa, teikna, líma o.s.frv. Síðan er bókinni skilað fyrir næsta gest sem heldur áfram með verkið.

Bækurnar hafa undanfarið hálft ár verið til útláns á Borgarbókasafni og bókasafni Listaháskólans. Ætlunin er að þær haldi áfram að ferðast um Ísland næstu tvö árin og haldi síðan út í heim.

Aðrar 1000 bækur hafa þegar verið lánaðar út í þremur bókasöfnum í Hamborg og einu í Berlín. Hugmyndin er sú að þær haldi áfram að ferðast um Evrópu næstu 10-15 árin.

Bækurnar koma einhvern tímann til með að verða samansafn hugmynda, skoðanaskipta og tjáningar fólks í þeim löndum sem þær heimsækja.

Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur styrkti framleiðslu bókanna.

➜ Eldri sýningar