Kjörgripur mánaðarins

Kjörgripur

Vefur Landsbókasafns íslands - Háskólabókasafns

Vefsíður og önnur gögn, sem birt eru eða gerð aðgengileg almenningi á hinum íslenska hluta veraldarvefsins, þ.e. þjóðarléninu .is, svo og efni sem birt er á öðrum lénum á íslensku eða af íslenskum aðilum er varðveitt á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og þeim miðlað á léninu vefsafn.is. Stefnt er að því að framkvæma árlega þrjár heildarsafnanir af öllum íslenska vefnum. Þá er tekið afrit af þjóðarléninu .is, en forrit eru undanskilin. Þessu má líkja við að tekin sé mynd af íslenska vefnum eins og hann er hverju sinni. Þegar sérstakir merkisviðburðir eiga sér stað í þjóðfélaginu, t.d. kosningar á landsvísu, er framkvæmd samfelld söfnun á lénum sem varða slíka viðburði, en söfnunin verður tímabundin. Fyrsta söfnun af þessu tagi tók til sveitarstjórnarkosninganna 2006 og einnig var safnað þegar kosið var til Alþingis 2007.

Elsta varðveitta gerð vefs Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasfns er frá nóvember 1996 og því eru 20 ár liðin síðan þessi síða birtist sem var þá á léninu bok.hi.is:

http://wayback.vefsafn.is/wayback/19961122180048/http://bok.hi.is/

➜ Eldri kjörgripir