Safnfræðsla

Nemendum, kennurum og sérfræðingum Háskóla Íslands standa til boða safnkynningar af ýmsum toga í því skyni að efla sjálfstæði sitt við heimildaleit og upplýsingaöflun almennt. Jafnframt er reynt að sinna óskum annarra hópa um heimsóknir og kynningar.

Áttavitinn

Áttavitinn er sérvefur með leiðbeiningum og tenglum á hjálpargögn fyrir heimildaleit, gagnasöfn og margt fleira. Þar er meðal annars að finna leiðbeiningar um heimildaleit og skráningu, leitartækni og aðferðir til að fylgjast með í sínu fagi.

Frumkynningar

Frumkynningar eru einkum ætlaðar nýnemum við Háskóla Íslands og þeim sem vilja læra að nota bókasafnið. Sagt er frá aðstöðu og tilhögun í safninu og efnisflokkar viðkomandi námsgreinar eru kynntir, sýnikennsla er á Leitir.is og tímaritaskrá og hvernig vefur safnsins nýtist sem upphafsstöð við heimildaleit. Hægt er að panta frumkynningu með því að fylla út beiðni um safnkynningu.

Framhaldsfræðsla

Framhaldsfræðsla stendur öllum til boða hvenær sem er á námstímanum og er yfirleitt skipulögð í samvinnu við kennara. Hún felur í sér kynningu á helstu hjálpargögnum við heimildaleit. Æskilegt er að framhaldsfræðslan sé í tengslum við ritgerðir eða aðra heimildavinnu nemenda. Hver kynning tekur u.þ.b. eina til tvær kennslustundir. Hægt er að panta framhaldskynningu með því að fylla út beiðni um safnkynningu.

Almennar kynningar

Tekið er á móti hópum sem vilja skoða safnið eða óska eftir leiðsögn um það. Safnið er öllum opið og frjáls aðgangur er að miklum hluta safnrýmisins og sýningum. Hægt er að panta veitingar í veitingastofu safnsins fyrirfram í síma 525-5693. Venjulega er fyrst kynning í fyrirlestrasal safnsins á 2. hæð þar sem sagt er í stuttu máli frá sögu og hlutverki safnsins, safnkosti og skipulagi.Síðan er gengið um safnið og það skoðað að hluta eða öllu leyti, allt eftir því hvernig á stendur.

Leiðsögn í heimildaöflun

Við bjóðum einstaklingum upp á stutta leiðsögn í heimildaöflun. Miðað er við að aðstoðin taki að hámarki 30 mínútur og eru notendur hvattir til að undirbúa sig vel svo tíminn nýtist sem best.
Hafið samband við upplýsingaþjónustu upplys@landsbokasafn.is, í síma 525-5685 eða lítið við í þjónustuborði á 2. hæð og fáið góð ráð við heimildaleitir.