Kínversk-íslenska menningarfélagið KÍM  var stofnað í Reykjavík 20. október 1953. Samkvæmt lögum félagsins stuðlar það að samskiptum Íslendinga og Kínverja á sviði menningar og lista. Félagið er óháð stjórnvöldum bæði á Íslandi og í Kína og er ópólitísk samtök einstaklinga sem áhuga hafa á menningarsamskiptum Kínverja og Íslendinga. Kím hefur frá upphafi stuðlað að gagnkvæmri kynningu á menningu Íslands og Kína. Félagið hefur boðið hingað fjölda lista- og fræðimanna og um 25 ára skeið var félagið helsti vettvangur samskipta Íslendinga og Kínverja. Félagið hefur átt samstarf við stjórnvöld, stofnanir, einstaklinga, fyrirtæki og ýmis samtök hér á landi um ýmis mál sem snerta samskipti þjóðanna. Kínversk-íslenska menningarfélagið er á meðal fjölmennustu menningarfélaga í Norður-Evrópu, sem eiga samskipti við Kína. Innan félagsins hefur byggst upp mjög mikil þekking á kínversku þjóðfélagi og er iðulega leitað til félagsins um ýmis mál.

Árið 1976 var ákveðið að hefja útgáfu tímarits að tillögu Arnþórs Helgasonar sem hafði verið í stjórn félagsins frá árinu 1974. Kristján Guðlaugsson, þáverandi formaður, stýrði fyrsta tölublaðinu ásamt ritnefnd. Tímaritið var kallað Austrið er rautt. Forsíðuna teiknaði Hjálmtýr Heiðdal. Tilgangur tímaritsins var að kynna kínverska menningu og viðhorf og var býsna pólitískt á þessum árum. Austrið er rautt var gefið út öðru hverju sem fréttabréf félagsins en stjórn KÍM varð að hætta því fljótlega upp úr 10. áratugnum. Þá höfðu póstgjöld hækkað stórkostlega og félagsmönnum var tekið að fækka svo að félagið fékk ekki nauðsynlegan afslátt hjá póstinum.

Nú stendur yfir í safninu sýningin Kína og Ísland – samskipti vinaþjóða og fyrirlestraröð tengd henni:

https://landsbokasafn.is/index.php/news/1003/52/Kina-og-island-samskipti-vinathjoda-fyrirlestraroed-i-thjodarbokhloedu

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Dánarósk Hólmfríðar Benediktsdóttur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Elsa Sigfúss

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Om jordbranden paa Island i aaret 1783

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Jóhann Sigurjónsson: Fjalla-Eyvindur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall