Louisa Matthíasdóttir – aldarminning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Í tilefni af aldarminningu Louisu Matthíasdóttur listmálara setti Kvennasögusafn Íslandsupp örsýningu í Þjóðarbókhlöðu í febrúar 2017. Louisa Matthíasdóttir var fædd í Reykjavík 20. febrúar 1917 og lést í New York 26. febrúar 2000. Sautján ára gömul fluttist hún til Danmerkur. Hún lærði fyrst myndlist þar og síðar hjá Marcel Gromaire í París. Louisa flutti aftur til Íslands vegna seinni heimsstyrjaldarinnar árið 1939 og var hluti af menningarsenunni hér á landi þar til hún fluttist svo til New York árið 1942. Var hún fastagestur hjá Erlendi í Unuhúsi ásamt Nínu Tryggvadóttur, Þórbergi Þórðarsyni, Halldóri Laxness og Steini Steinarr. Á Steinn að hafa ort um Louisu í Tímanum og vatninu: „[F]rá vitund minni / til vara þinna/ er veglaust haf.“ Eftir lát Louisu fannst handrit að barnabókinni „Höllu“ sem hún og Steinn höfðu unnið saman árið 1940, bókin var gefin út árið 2000.

Í New York lærði Louisa hjá Hans Hofmann og fleiri listmálurum eins og Robert De Niro eldri og Jane Freilicher. Árið 1944 giftist hún bandaríska listmálaranum Leland Bell. Þau eignuðust eina dóttur, Temmu Bell, árið 1945. Fyrsta einkasýning Louisu var í Jane Street Gallery í New York árið 1948. Ferðaðist Louisa mikið á milli Bandaríkjanna, Frakklands og Íslands og setti upp sýningar víðsvegar um heim.

Louisa hlaut íslensku fálkaorðuna árið 1988, menningarverðlaun American-Scandinavian Foundation árið 1996 og tveimur árum seinna varð hún meðlimur í American Academy of Arts and Letters. Verk hennar eru í mörgum einkasöfnum, þar á meðal í Hirshhorn Museum and Sculpture Garden í Washington, D.C. og Listasafni Reykjavíkur.

Dóttir Louisu, Temma Bell, heldur úti heimasíðu um störf og ævi móður sinnar: http://louisamatthiasdottir.com/.

Sýningunni lauk 31. maí 2017.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Utangarðs?

Utangarðs?

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Maístjarnan

Maístjarnan

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólin koma - Idą święta

Jólin koma - Idą święta

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall