Veðurbók eftir Árna Ólafsson Thorlacius, Lbs 206 fol.

Árni Thorlacius (1802-1891) var einn af stofnendum lestrarfélags í Stykkishólmi árið 1841 sem varð Amtsbókasafn eða Bókasafn Vesturamtsins árið 1847. Bókasafnið var fyrst til húsa í Norska húsinu sem Árni byggði. Árni var öflugur í sjálfstæðisbaráttunni og tók þátt í sjálfstæðishreyfingu Jóns Sigurðssonar. Milli Árna og Jóns barst mikill fjöldi sendibréfa um ýmiss málefni. Hann studdi einnig við skáld og rithöfunda, sem áttu erfitt uppdráttar, einkum þau Sigurð Breiðfjörð og Júlíönu Jónsdóttur.  Í nóvember árið 1845 hefur Árni veðurathuganir og byrjar að halda veðurbók sína. Hann mældi í fyrstu bæði hita og loftþrýsting nokkrum sinnum á dag, en árið 1856 hóf hann einnig úrkomumælingar og sjávarhitamælingar ári síðar.  Það er almennt talið að mælingar Árna í Stykkishólmi megi réttilega teljast hornsteinn íslenska veðurstöðvakerfisins. Þær eru einnig ómetanlegur þáttur í heildarmynd veðurlags á Norður Atlantshafi til lengri tíma.  Árni hélt áfram reglubundnum veðurathugunum til ársins 1889, en þá tók sonur hans við til 1891. Veðurbækurnar eru í 13 bindum sem eru varðveitt á handritasafni Landsbókasafns. Fyrsta bindið, sem tekur til áranna 1845-1849, hefur verið myndað og sett inn á vefinn handrit.is.  Þessi bók er nú á sýningunni Sjónarhorn í Safnahúsinu.  Að neðan má sjá veðurlýsingar í bókinni frá því í mars árið 1847, fyrir 170 árum.

Hér má sjá fyrsta bindið 1845-1849:

https://handrit.is/en/manuscript/imaging/is/Lbs02-0206#page/FF+3v+(8+of+178)/mode/2up

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall