Varðveisla fréttamiðla - Ráðstefna í Þjóðarbókhlöðu

26.04.2017Dagana 27. og 28. apríl 2017 verður haldin í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni ráðstefna á vegum IFLA, sem eru alþjóðasamtök bókasafna og bókavarðafélaga, þar sem fjallað verður um söfnun, varðveislu, aðgengi og miðlun á fréttum og fréttatengdu efni. Fyrirlesarar og þátttakendur koma frá þjóðbókasöfnum, háskólabókasöfnum, útgefendum dagblaða og fréttaveitum. Fjallað verður m.a. um reynslu notenda af stafrænum fréttasöfnum, hvernig almenningur notar fréttasöfn, notkun rannsakenda í stafrænum hugvísindum og með hvaða hætti söfn og fyrirtæki gera fréttasöfn sín aðgengileg, gegn gjaldi eða frítt.

Drög að dagskrá ráðstefnunnar eru síðunni:

https://ifla2017.landsbokasafn.is/#start

Áhugasömum er bent á að skrá sig þar en þátttökugjald er 100 EVRUR.

Styrktaraðilar:


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall