Hlutabréf í kvennaheimilinu Hallveigarstöðum

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir var vígt 19. júní 1967. Það var reist til þess að vera aðsetur kvennasamtaka í landinu og til að styrkja þau í menningar- og mannúðarstarfi þeirra.

Hugmyndin um kvennaheimili kviknaði skömmu eftir að konur hlutu kosningarétt 1915. Á þeim tíma starfaði fjöldi kvenfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem öll unnu að velferðarmálum og sýndi það sig þegar Bandalag kvenna í Reykjavík var stofnað árið 1917 hvað þörfin fyrir sameiginlegt fundarhús var orðin brýn.

Árið 1923 lofaði Alþingi kvenfélögunum lóð á Arnarhólstúninu við Lindargötu, fyrir atbeina Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, og var hlutafélag Kvennaheimilisins stofnað í kjölfarið. Gafst konum og kvenfélögum um allt land kostur á að kaupa hlutabréf í húsinu. Nýttu fjölmargir sér þann kost og eru allmörg hlutabréf varðveitt í dag, eins og hér sést. Síðar var ákveðið að byggja kvennaheimilið frekar á horni Túngötu og Garðastrætis. Fyrsta skóflustungan var tekin árið 1954 og voru dyr hússins opnaðar 1967. Húsið var nefnt Hallveigarstaðir til minningar um Hallveigu Fróðadóttur, fyrstu landnámskonuna í Reykjavík.

Þrenn kvennasamtök eru eigendur hússins í dag: Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands. Fjölbreytt flóra samtaka kvenna hefur aðsetur sitt og fundaraðstöðu á Hallveigarstöðum.

Kvennaheimilið Hallveigarstaðir stendur fyrir tilstilli fjölmargra kvenna og samtaka sem í áratugi störfuðu að byggingu þess. Það er tákn fyrir samvinnu og samtakamátt kvenna og vilja þeirra til að efla hag þjóðarinnar og vinna að almannaheill.

Einkaskjalasafn Hallveigarstaða er varðveitt á Kvennasögusafni Íslands.

Það má skoða á vefnum Einkaskjöl.is:

http://einkaskjol.is/index.php/kvennaheimili-hallveigarsta-ir

Skjalaskrána má einnig finna á heimasíðu Kvennasögusafns: http://kvennasogusafn.is/index.php?page=hallveigarstadir

Fyrri kjörgripir


Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Skjalasafn Hringsins
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Ein ný sálmabók 1589
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall