17. öldin í handritasafni – fjögurra alda minning Hólmfríðar Sigurðardóttur (1617-1692)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Á sýningunni er 17. öldin skoðuð í spegli einnar persónu, Hólmfríðar Sigurðardóttur prófastsfrúr í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi. Sýnd er ætt hennar og afkomendur og hvernig lesa má sögu valda og auðs, menningarlegs og veraldlegs, í ævisögu hennar.

Á handritasafni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns eru geymd fleiri þúsundir handrita. Elstu blöðin eru frá því um 1100 og svo sífellt fleiri á hverri öld fram á okkar daga. Þessari sýningu er ætlað að varpa ljósi á hlut 17. aldarinnar í safnkostinum en handrit frá þeim tíma telja á fimmta hundrað. Þar er og verður um ókomin ár óplægður akur fyrir fræðimenn sem vilja rannsaka sögu þessarar heillandi aldar.

Sýningin stendur til 26. mars 2018.

Sýningarskrá (PDF 0,2 Mb)

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á frönsku og dönsku

Þýðingar á frönsku og dönsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall