Selma Jónsdóttir – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Í tilefni af aldarminningu Selmu Jónsdóttur (22. ágúst 1917 – 5. júlí 1987) hefur Kvennasögusafn Íslands sett upp örsýningu í safninu sem opnuð var á fæðingardegi Selmu, 22. ágúst.

Selma var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi í listfræði og fyrsta konan sem hlaut doktorsnafnbót frá Háskóla Íslands.

Sérsvið Selmu var miðaldalist og á því sviði vann hún mikið brautryðjendaverk. Selma varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands þann 16. janúar 1960. Í ritgerðinni sýndi hún fram á að útskornar fjalir úr Flatatungu hefðu upprunalega verið hluti af dómsdagsmynd í býsönskum stíl frá miðöldum. Almenna bókafélagið gaf ritgerðina út, bæði á íslensku og ensku.

Skjalasafn Selmu er varðveitt á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar og inniheldur meðal annars vinnugögn hennar sem og bréfasafn og hefur Safnahús Borgarfjarðar góðfúslega lánað gögn á sýninguna í Þjóðarbókhlöðu.

Eftirtaldir aðilar hafa samstarf um að minnast Dr. Selmu á afmælisárinu: Kvennasögusafn Íslands, Landsbókasafn Íslands–Háskólabókasafn, Listasafn Íslands, Listfræðafélag Íslands, Safnahús Borgarfjarðar og Þjóðminjasafn Íslands.

Upplýsingar um alla viðburði samstarfsaðila í tengslum við aldarminningu Selmu má finna á heimasíðu Kvennasögusafns: www.kvennasogusafn.is.

Sýningin stendur til 26. febrúar 2018.

Sýningarskrá

Spjald

Rakel Adolphsdóttir segir hér frá sýningunni.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Á aðventu 1994

Á aðventu 1994

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Edda II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Edda II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall