Bréf Fr. Schlichtegrolls um bókasafn og vísindafélag á Íslandi 1817

200 ár eru nú frá því fyrst var viðruð hugmynd um stofnun almenns bókasafns á Íslandi. Varðveist hefur bréf frá Friedrich Schlichtegroll, aðalritara konunglegu vísindaakademíunnar í München, dagsett 28. ágúst 1817, til dr. Münters Sjálandsbiskups. Í bréfinu, sem er á þýsku, hvetur Schlichtegroll til þess að stofnað verði félag í Kaupmannahöfn og Reykjavík til eflingar íslenskum bókmenntum, m.a. með stofnun bókasafns. Þar nefnir hann að bókasafnið gæti sinnt öllum vísindagreinum, geymt söfn í náttúrufræði og eðlisfræði, fornfræði og listum og að smám saman yrði stjörnuturn byggður við safnið, einnig svonefnd efnasmiðja sem og grasagarður. Hugmynd Schlichtegrolls náði þannig ekki eingöngu til bókmennta og bókasafns, heldur ætlaðist hann til að hér yrði stofnað allsherjar safn í náttúruvísindum, fornfræði og listum eða fjölvísinda- og fjöllistastofnun. Bréfið er varðveitt í handritasafni og má skoða það á vefnum handrit.is. Einnig má skoða þar bréf skólastjórnarráðs Dana um erindi þetta til Münters biskups, Gríms Thorkelíns, Birgis Thorlaciuss og Finns Magnússonar.

Hér má sjá handritið ÍB 41 fol.:

https://handrit.is/is/manuscript/imaging/is/IB02-0041#page/Fremra+saurbla%C3%B0+2v+(8+af+40)/mode/2up

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall