Dægradvöl

Sjálfsævisöguna Dægradvöl skrifaði Benedikt Gröndal í lok 19. aldar, á sínum efri árum. Í henni rifjar hann upp viðburðaríka ævi sína og fjallar m.a. um samferðafólk sitt af miklu hispursleysi. Benedikt var fæddur 6. október 1826 og lést 2. ágúst 1907. Í handritasafni eru varðveitt fjölmörg handrit með hendi Benedikts, t.d. handrit að kvæðum, þýðingum og fræðiritgerðum, teikningar, sendibréf og fleira.

Tvær gerðir Dægradvalar hafa verið prentaðar. Sú eldri var gefin út 1923 en hin yngri kom fyrst út 1953 í ritsafni Benedikts, síðan sem sér bók árið 1965 og var endurútgefin 2014.

Lbs 1644 4to samanstendur af tólf stílabókum og er eitt af tveimur eiginhandarritum skáldsins að Dægradvöl sem varðveitt eru á Landsbókasafni. Er þetta handritið að þeirri gerð sem gefin var út 1953 og hefur jafnan verið kölluð yngri gerð sögunnar. Handritið var keypt árið 1912 af tengdasyni Benedikts, Þórði Edilonssyni. Gerðu Þórður og Jón Jacobson landsbókavörður þá með sér samning um að næstu 25 árin skyldi handritið hvorki lánað né lesið. Einnig kom fram í þeim samningi að frumrit ævisögunnar, sem væri í vörslu erfingja, skyldi jafnlengi liggja ólesið og ósnert.

Þó fór það svo að Bókaverzlun Ársæls Árnasonar fékk handrit að sögunni til útgáfu árið 1923. Sú útgáfa er jafnan kölluð eldri gerð sögunnar og byggði hún á handritinu sem erfingjar skáldsins höfðu í fórum sér.

Árið 1985 afhentu erfingjar Benedikts Landsbókasafni handrit að Dægradvöl, sem ritað var 1887–1890 í þrjár stílabækur. Handritið var skráð árið 2013 og hefur safnmarkið Lbs 4520 8vo. Svo virðist sem þar sé um að ræða enn eldri gerð sögunnar en þá sem gefin var út 1923. Handritinu svipar til þeirrar útgáfu nema í handritið vantar kaflann eftir 1874 sem er að finna í útgáfunni.

Mikilvægur þáttur í ritun ævisögunnar eru minnisbækur Benedikts, sem hann studdist við.  Þær ná yfir langflest árin frá 1863–1907 en síðustu minnisgreinina skrifar Benedikt 29. júlí 1907, örfáum dögum fyrir andlátið. Minnisbækurnar eru varðveittar á Landsbókasafni undir safnmarkinu Lbs 2101 8vo.

Lbs 1644 4to má skoða hér: https://handrit.is/is/manuscript/view/is/Lbs04-1644

Lbs 4520 8vo má skoða hér: https://handrit.is/is/manuscript/view/Lbs08-4520

Fyrri kjörgripir


Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Skjalasafn Hringsins
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Ein ný sálmabók 1589
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall