Sýning og blysför til heiðurs Benedikt Gröndal

09.10.2017

Föstudaginn 6. október, á fæðingardegi Benedikts Gröndal, var opnuð í safninu sýning um Benedikt Gröndal í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO. Dagskráin hófst í húsi Gröndals í Fishersundi þar sem Þórarinn Eldjárn sagði frá blysför sem farin var að húsi Gröndals á áttræðisafmæli hans árið 1906, en nemendur hans úr Lærða skólanum fóru þá blysför. Einnig las Sigurður Skúlason leikari ljóð eftir Gröndal.

Að því búnu var gengið með kyndla frá Gröndalshúsi að leiði Benedikts í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu þar sem Þórarinn Eldjárn las minningarorð um skáldið eftir Þorstein Erlingsson og feðgarnir Skúli Jónsson og Jón Pétur Skúlason lögðu blóm á leiði forföður síns.

Þaðan var haldið að Þjóðarbókhlöðunni þar sem sýning var opnuð um líf og starf Benedikts með úrvali af handritum hans. Höfundar sýningarinnar Guðrún Laufey Guðmundsdóttir og Halldóra Kristinsdóttir sögðu frá Gröndal og handritaarfi hans. Loks flutti Teitur Magnússon lag sitt „Nenni“ við ljóð Gröndals.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall