Ferðaorgel Jóns Leifs

Jón Leifs (1899-1968) var 17 ára þegar hann hélt til Leipzig í Þýskalandi til að verða tónskáld og hljómsveitarstjóri. Á árunum 1925-1928 og aftur á fjórða áratugnum ferðaðist Jón um Ísland til að skrifa niður og hljóðrita íslensk þjóðlög og eru þessar hljóðritanir afar merkileg heimild.

Þetta ferða-harmóníum var smíðað um 1900. Jón keypti hljóðfærið í Berlín 1921 og notaði það á ferðum sínum um Ísland, meðal annars við söfnun þjóðlaga.  

Jón lét sig félagsmál mikið varða. Hann kom meðal annars að stofnun Bandalags íslenskra listamanna 1928, stofnaði Tónskáldafélagið 1945 og Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF) 1948.

Íslensk tónverkamiðstöð listar 185 tónverk eftir Jón Leifs. Mörg verkanna hafa sterka þjóðlega vísun, byggja á þjóðlögum eða íslenskum fornbókmenntum. Sum tónverkin eru stór og gera miklar kröfur til flytjenda. Má þar nefna Orgelkonsert (1940), Sögusinfóníu (1941) og Eddurnar.

Fyrri kjörgripir


Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Skjalasafn Hringsins
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Ein ný sálmabók 1589
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall