Tímanna safn 1818-2018. Erindi Einars Sigurðssonar 3. maí

27.04.2018

Fimmtudaginn 3. maí mun Einar Sigurðsson, fv. landsbókavörður, flytja erindið „Sameining safna og ný bygging“ í fyrirlestraröðinni Tímanna safn sem haldin er í tilefni af 200 ára afmælis Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Í útdrætti erindisins segir:

„Farið er yfir aðdraganda þess að Landsbókasafn Íslands og Háskólabókasafn voru sameinuð, sem og hina hægu framvindu þess að sameinuðu safni var reist ný bygging að Arngrímsgötu 3. Sagt er frá því hvernig stærð byggingarinnar og húsgerðin mótaðist á hönnunartímanum, m.a í ljósi þróunar upplýsingatækni, og lýst er aðkomu starfsfólks safnanna að þeirri vinnu. Vikið er að lagasetningu um hið nýja safn og nafngjöf þess. Til að leggja mat á hvort rétt hafi verði stefnt með því að sameina söfnin tvö eru talin fram helstu viðfangsefni hins nýja safns á fyrstu árum þess, ekki síst þau sem lúta að netvæddum aðgangi að þeirri þekkingu sem safninu er ætlað að miðla.“

Erindið verður flutt í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 og 12:45.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Fyrirlestraröðin á Facebook: https://www.facebook.com/events/182997635779892/


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall