Íslandsvísur - Jón Trausti og Þórarinn B. Þorláksson

Árið 1903 kom út bókin Íslandsvísur sem Jón Trausti [Guðmundur Magnússon 1873–1918] og Þórarinn B. Þorláksson [1867–1924] gerðu í sameiningu. Bókin er gott dæmi um vel heppnað samstarf höfunda texta og mynda – teikningarnar eru tvinnaðar saman við textann, allt útlit og heildarmynd hugsuð sem eitt verk og markar bókin tímamót í því tilliti. Bókin er á bókverkasýningu í Safnahúsinu til 2. júlí 2019.

Jón Trausti var þekktur rithöfundur. Þekktustu skáldsögur hans eru Anna frá Stóruborg, Halla og Heiðarbýlið, en auk þeirra skrifaði hann fjölmargar smásögur og styttri skáldsögur. Fyrsta ljóð Jóns Trausta í þessari bók er Draumalandið ( „Ó, leyf mér Þig að leiða“) sem  Sigfús Einarsson (1877–1939) samdi lag við. Annað ljóðið í bókinni er samnefnt henni, Íslandsvísur („Ég vil elska mitt land“), tileinkað hinum háttvirtu þingmönnum á Alþingi 1901. Bjarni Þorsteinsson samdi lag við ljóðið tveimur árum síðar, um það leyti sem bókin kom út. Jón Trausti lést úr spænsku veikinni árið 1918 og er því nú eitthundraðasta ártíð hans.

Þórarinn B. Þorláksson lærði upphaflega bókband og veitti um skeið forstöðu bókbandsstofu Ísafoldar þar sem bókin var prentuð og bundin inn. Árið 1900 fékk hann styrk frá Alþingi til að nema listir í Danmörku. Myndirnar í Íslandsvísur gerði Þórarinn áður en hann hélt til Kaupmannahafnar, veturinn 1905 þar sem hann lauk málaranámi, fyrstur Íslendinga. Við heimkomuna hélt hann fyrstu eiginlegu málverkasýningu á Íslandi.

Bókin er sjálfsútgáfa Jón Trausta. Prentsmiðja Ísafoldar sá um prentunina. Bókin var gefin út í 150 eintökum sem eru númeruð og tölusett.

Íslandsvísur má skoða á baekur.is 

Fyrri kjörgripir


Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Skjalasafn Hringsins
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Ein ný sálmabók 1589
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall