Tímanna safn 1818-2018, fimmtudaginn 1. nóvember: „Bókasafn 21. aldar. Hlutverk bókasafns- og upplýsingafræðinga á okkar tímum“

29.10.2018

Fimmtudaginn 1. nóvember mun Hilma Gunnarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur í upplýsingaþjónustu og notendafræðslu á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, halda erindið „Bókasafn 21. aldar. Hlutverk bókasafns- og upplýsingafræðinga á okkar tímum“ í fyrirlestraröðinni Tímanna safn sem haldin er í tilefni af 200 ára afmæli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

 Í útdrætti erindisins segir:

 „Við getum átt fullkomið bókasafn; búið góðum safnkosti, dýrum innréttingum og sérhannaðri lýsingu en það má sín lítils án þeirra sérfræðinga sem þar starfa. Mögulegra hefur hlutverk þeirra aldrei verið mikilvægara en nú á okkar tímum þar sem upplýsingaflæðið virðist yfirþyrmandi og falsfréttir eru markvisst framleiddar til að vega að lýðræðislegum samfélögum. Í erindinu verður fjallað um hlutverk fagstéttar á nýrri öld - sjónum beint að sjálfsmynd bókasafns- og upplýsingafræðingsins, sambandi hans við notandann, skyldum við samfélagið og hinum pólitíska þræði. Spurt verður þeirrar spurningar hvort upplýsingafrelsið sé heilagt, hversu langt skuli ganga til að verja það og hvernig við látum hjarta bókasafnsins slá í takt við nýja tíma.“

Erindið byggir að hluta á gögnum sem aflað var í Ohio veturinn 2016-2017 og verður flutt í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu á milli kl. 12:05 – 12:45.

Verið öll hjartanlega velkomin.

Fyrirlestraröðin á Facebook

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall