Tuksiutit sabbatit ulloinnut napertorsaket

Egill Þórhallason (1734-1789) var trúboði, prestur og aðstoðarprófastur í Grænlandi á árunum 1765-1775. Vísitasíubækur Egils frá Grænlandi eru merkilegar heimildir um Grænland og Grænlendinga 18. aldar. Eftir veru sína þar flutti hann aftur til Danmerkur þar sem hann hafði lokið námi og gegndi þar síðan prests- og prófastsstörfum til æviloka. Egill skrifaði um grænlensk málefni á dönsku og íslensku og þýddi og gaf út þá bók sem hér birtist, Tuksiutit sabbatit ulloinnut napertorsaket, og hefur að geyma bænir og sálma á grænlensku. Poul Egede, skólastjóri grænlenska trúboðsskólans í Kaupmannahöfn skrifar inngang og Egill skrifar formála. Bókin var gefin út árið 1776. Þar er m.a. að finna sálminn „Kavseenik tammartartongo“ sem Egill frumorti á grænlensku og ferðasálm sem Egill hefur sennilega einnig frumort á grænlensku; sem og grænlenska þýðingu  hans á ljóðum eftir Laurentius Petri  og Paul Gerhardt og grænlenska þýðingu Egils á sálminum „Ó, herra Guð ég þakka þér“ eftir séra Sigurð Jónsson í Presthólum (um 1590-1661). Árið eftir (1777) gaf Egill út á grænlensku Katekismus – lærdómskver í kristindómi, einkum ætlað börnum. Lítið var um útgáfu á grænlensku um þetta leyti, enda hafði grænlenskt ritmál ekki verið til nema í fáa áratugi við útgáfu bókarinnar.

Hér má skoða bókina Tuksiutit sabbatit ulloinnut napertorsaket á baekur.isEldri kjörgripir


Lukkunnar hjól Lbs 656 4to
200 ára | 1818-2018

Lukkunnar hjól Lbs 656 4to

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Halldór Laxness
200 ára | 1818-2018

Halldór Laxness

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Þjóðsagnaspil Ástu Sigurðardóttur
200 ára | 1818-2018

Þjóðsagnaspil Ástu Sigurðardóttur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall