Jón Thoroddsen Piltur og stúlka

Dálítil frásaga

 

Piltur og stúlka er álitin vera fyrsta íslenska skáldsagan og Jón Thoroddsen (1818-1868) faðir formsins á íslensku. Sagan segir af ungu pari, Indriða og Sigríði, úr sveit á Austurlandi, þar sem sveitalífið er indælt og fábrotið. Móðir Sigríðar er mótfallin ráðahagnum og rekur fleyg á milli þeirra. Þau flytja bæði í drungann og háskann í Reykjavík, en ná að lokum saman í sveitasælunni. Piltur og stúlka var skrifuð 1848-1849 og gefin út 1850 af höfundinum sjálfum, en síðan hafa komið út 9 útgáfur. Bókin hefur verið þýdd yfir á ensku, dönsku, þýsku og norsku.

Jón skrifaði aðra skáldsögu, Mann og konu, sem hann náði ekki að ljúka, en sú bók var gefin út 1876, átta árum eftir lát hans. Báðar sögurnar eru ástarsögur sem gerast í íslenskri sveit. Jón Thoroddsen fæddist á Reykhólum á Barðaströnd. Hann stundaði nám við Bessastaðaskóla og las lög við Hafnarháskóla. Jón var sýslumaður Barðstrendinga og bjó m.a. í Flatey og í Haga á Barðaströnd. Síðar varð hann sýslumaður Borgfirðinga og bjó þá á Leirá.

 

 

Hægt er að skoða bókina á vefnum Bækur.is

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall