Jónas Hallgrímsson og stjörnufræðin

14.11.2019

Á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar, þann 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur.

Jónas Hallgrímsson er einna þekktastur fyrir kveðskap sinn, náttúrufræðistörf og ekki síst nýyrðasmíði.

Árið 1842 kom út bókin Stjörnufræði, létt og handa alþýðu, sem var þýðing Jónasar Hallgrímssonar á bók danska stærðfræðingsins G.F. Ursin (1797-1849) Populært Foredrag over Astronomien. Í ritinu eru fjölmörg nýyrði Jónasar á ýmsum fyrirbærum náttúrunnar, svo sem aðdráttarafl, sporbaugur, miðflóttaafl, ljóshraði, og mörg fleiri.

Bókina má skoða á vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Bækur.is.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn heldur úti vef um þjóðskáldið Jónas á jonashallgrimsson.is.

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall